Heimsókn í Fangelsið á Hólmsheiði

(1703194)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
15.03.2017 21. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heimsókn í Fangelsið á Hólmsheiði
Nefndin fór í heimsókn til fangelsisins á Hólmsheiði þar sem Guðmundur Gíslason forstöðumaður og starfsfólk fangelsisins tók á móti nefndinni og kynnti starfsemina.

Pawel Bartoszek lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður hefur efasemdir um að rétt sé að skrá heimsóknir rétt eins og um fundi væri að ræða. Nefndin hefur ekki húsbóndavald á slíkum fundum, þeir eru ekki settir og þeim ekki slitið með hefðbundnum hætti, utanaðkomandi aðilar eru viðstaddir og nefndarmenn ekki að fullu frjálsir orða sinna.“